Ný stjórn Brunavarna Árnessýslu kom saman í fyrst sinn í dag föstudaginn 24. ágúst. Eyþór H. Ólafsson og Ingibjörg Harðardóttir voru í stjórn BÁ áður en ný inn í stjórn eru þau Arna Ír Gunnarsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson og Halldóra Hjörleifsdóttir. 

Slökkviliðsstjóri hélt Stutta kynningu á starfsemi slökkviliðsins í upphafi fundar en síðan tóku við mál sem biðu fundarins. Flestir stjórnarmenn eru starfseminni vel kunnugir eftir áralangt starf í sveitarstjórnarmálum í Árnessýslu. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá frá vinstri, Unnu Björg Ögmundsdóttur starfsmann BÁ, Örnu Ír Gunnarsdóttur frá Árborg, Gísla H. Halldórsson frá Árborg, Eyþór H. Ólafsson frá Hveragerði, Ingibjörgu Harðardóttur frá Grímsnes- og Grafningshrepp, Halldóru Hjörleifsdóttur frá Hrunamannahrepp og Pétur Pétursson slökkviliðsstjóra BÁ.