Mánudaginn 8.júní 2015 fengum við góða gesti í heimsókn á slökkvistöðina á Selfossi. Þarna voru á ferð virðulegir menn tengdir vinaslökkviliði Brunavarna Árnessýslu í Prum í Þýskalandi.

Áralangt vináttusamband hefur verið á milli þessara tveggja slökkviliða og alltaf gaman að sjá þegar menn eru tilbúnir til þess að rækta slík sambönd.