Hólaskógur, á Gnúpverjaafrétti. Gljósteinn ehf leigir þetta hús út.
Hólaskógur, á Gnúpverjaafrétti. Gljósteinn ehf leigir þetta hús út.
1 af 3

Eldvarnaeftirlit Brunavarna Árnessýslu hefur á þessu ári og því síðasta skoðað flesta fjallaskála sem staðsettir eru á hálendi sýslunnar. Um er að ræða  43 skála, staðsetta  um allt hálendið. Vinnunni líkur nú í sumar þegar þrír þeir síðustu verða skoðaðir, það  verður gert þegar fært er að þeim

Í öllum þessum skálum eru seld gistirými.

Mikil vinna liggur að baki þessum skoðunum sem unnin er í samvinnu með byggingafulltrúa uppsveita, Helga Kjartansson.  Fara verður á staðina þegar færi gefst, helst þegar ekki er mikill snjór sem hamlar för. Farið er á bílum með drif á öllum hjólum.

Ástand skálanna er afar misjafnt, en allir aðilar eru áhugasamir um að bæta úr þeim þáttum sem gerðar eru athugasemdir við.

Það sem skoðað er fyrst og fremst eru flóttaleiðir gesta ef upp kemur það ástand að yfirgefa þurfi húsin í skyndi. Gátlistinn er m.a. svona: 

  # eru björgunarop,  næg og aðgengileg                                                                                                               # eru reykskynjarar virkir                                                                                                                                   # eru gaslagnir rétt upp settar                                                                                                                             # eru eldstæði í lagi                                                                                                                                             # eru gasbirgðir utandyra.

Eitt af þeim atriðum sem kemur hvað mest á óvart er sú leiða athöfn sumra skálagesta að slá reykskynjarana niður þegar verið er að reykja inn í skálanum. Þar með er öryggi allra stefnt í voða. Til að verjast þessu er gerð krafa um að öflugt netbúr sé skrúfað upp utanum reykskynjara í fjallaskálum.

Versta tilfellið sem sem komið var að var þegar eigandi eins skálans hafði sett rammgert net utaná björgunaropið þannig að ógerlegt var að komast út um gluggann þótt mögulegt var að opna hann innanfrá til að lofta um húsið.                                                                                       

Þetta var gert til að verjast grjótkasti þegar vindar blása óhóflega. Eigandinn lagfærði þetta atriði starx  þegar hann fékk ábendingu frá eldvarnaeftirlitsmanninum.

Einn aðili sker sig úr hvað varðar góðar eldvarnir,  um er að ræða Loft Jónasson og Vilborgu Guðmundsdóttur. Þau reka fyrirtækið Gljástein og halda úti fimm skálum á hálendinu.            Þau vinna að eldvarnamálum með opnum huga og vilja allt til leggja til að standast þær kröfur sem til þeirra eru gerðar.

Samkvæmt lögum og reglugerð um eldvarnaeftirlit á að skoða öll seld gistirými a.m.k. einu sinni á ári. Nær ógerlegt er að uppfylla þessi ákvæði hvað varðar fjallaskála. Lengra líður á milli fjallaferða en eitt ár en eldvarnaeftirlitsmenn fara í skoðun ef ábending kemur um að skoðunar sé þörf.