Farið varlega !
Farið varlega !

Margir geta ekki hugsað sér áramót án flugelda og má reikna með að nokkur hundruð tonnum verði skotið upp nú um áramótin. Þetta er ekki hættulaust og illu heilli hafa mörg slys og sum hver alvarleg orðið við þessa iðju. Þeim hefur þó farið fækkandi og má fyrst og fremst þakka það aukinni fræðslu, notkun flugeldagleraugna og árvekni almennings.

Mikilvægast er að fara eftir leiðbeiningum í einu og öllu: 

 • Geyma flugeldavörur á öruggum stað og aldrei í vasa
 • Loka gluggum 
 • Skjóta upp a.m.k. 20 metrum frá bílum, húsum og fólki
 • Gæta vel að börnum því þau þekkja hætturnar ekki vel
 • Nota heyrnarhlífar á yngstu börnin 
 • Nota flugeldagleraugu, líka þeir sem eru bara að horfa á
 • Vera í ullar- eða skinnhönskum
 • Hafa örugga undirstöðu 
 • Beygja sig aldrei yfir flugeld þegar kveikt er í og víkja strax frá
 • Ef flugeldur fer ekki af stað eða kaka brennur ekki öll á ekki að kveikja aftur í eða handleika vöruna frekar heldur hella vatni yfir hana
 • Gæta að dýrum 
 • Áfengi og flugeldar fara ekki saman
 • Safna flugeldaafgöngum saman og fara með á endurvinnslustöðvar.