þriðjudagurinn 8. nóvember 2011

Góð heimsókn á slökkvistöðina

Hér er kappinn Birkir Hrafn Eyþórsson að munda slökkvitækið með Snorra slökkviliðsmanni.
Hér er kappinn Birkir Hrafn Eyþórsson að munda slökkvitækið með Snorra slökkviliðsmanni.
1 af 3
Við fengum góða heimsókn á slökkvistöðina fyrir helgi. Hópur barna á 4-5 ára aldri komu til að kynnast starfi okkar hér á stöðinni. Með í för voru umsjónamenn þeirra á leikskólanum Jötunheimar á Selfossi. Börnin fengu stutt fræðsluerindi, síðan voru slökkvibílar skoðaðir. Eftir það tóku sjúkraflutningsmenn og lögreglan við þeim og fræddi þau um þeirra störf og sýndu þeim tæki og tól.
Þegar þessum fræðslukafla var lokið fór Snorri Baldursson, slökkviliðsmaður með meiru, með þeim út á hlað og sýndi þeim slökkvimátt slökkvitækja. Nokkur hópur barnanna fengu að reyna sig við að slökkva eld í potti. Tókst það í öllum tilfellum vel.
Meðal þeirra barna sem fengu að slökkva með slökkvitæki voru hressir tvíburar Vignir og Hjörvar, þeim brást ekki bogalistinn og slökktu með stæl.
Við fréttum það svo daginn eftir að þeir félagar hefðu farið fram í forstofu heima hjá afa og ömmu og ætluðu að grípa slökkvitækið þar og sýna gamla settinu hvernig á að munda tækið.
Afi er núna búin að setja hengilás takkann á slökkvitækinu.
Þar verður lásinn þar til drengirnir hafa róast varðandi slökkviliðsmálin.