Í dag kom til okkar á slökkvistöðina á Selfossi nemandi frá Fjölbrautarskóla Suðurlands til að kynna sér starfsemina hér.
Elvar Örn Ólafsson heitir þessi ungi maður, hann er á starfsbraut skólans.
Slökkvistöðin var skoðuð og bílarnir sérstaklega.
Elvari fannst þeir mjög flottir og tæknilegir, sérstaklega gangþrepin sem koma út um leið og hurð er opnuð.
Aðspurður sagðist hann hafa þá drauma að verða lögreglumaður þegar hann yrði eldri en Elvar verður 16 ára á næstu dögum.
Að lokinni skoðun var sest niður með starfsmanni skólans sem fylgdi Elvari á stöðina, Brynhildi Geirsdóttur og saman fylltu þau út spurningalista sem lagður var fyrir slökkviliðsstjóra.
Elvar fékk síðan slökkviliðsmannshjálm á höfuðið og mynd var tekin.
Honum fannst hjálmurinn þungur.
Við þökkum Elvari kærlega fyrir komuna.