Pétur Pétursson föstudagurinn 16. nóvember 2018

Góðir gestir frá 112 í dag 15.11.2018

Við fengum góða gesti frá Neyðarlínunni í dag til skrafs og ráðagerða. Þeir félagar Vilhjálmur Halldórsson og Hjalti Sigurðsson neyðarverðir, brugðu undir sig betri fætinum og óku frá borginni yfir í Árnessýslu. Við áttum gott samtal um snertifleti Brunavarna Árnessýslu og Neyðarlínunnar sem eru ansi margir og margslungnir oft á tíðum. Það er virkilega gott að festa andlitin betur við raddirnar sem við heyrum í fjarskiptunum en neyðarverðir 112 eru þeir aðilar sem boða í langflest útköll viðbragðsaðila á landinu. Það má segja að þeir séu framvarðasveit bráðaþjónustu á landinu.