fimmtudagurinn 13. ágúst 2009

Góður gestur í heimsókn.

Sjafnar Gunnarsson með gjafamyndina, hann stendur við slökkvibíl BÁ,
Sjafnar Gunnarsson með gjafamyndina, hann stendur við slökkvibíl BÁ,
1 af 2
Í gær kom á stöðina á Selfossi góður gestur og færði okkur gjöf.
Sjafnar Gunnarsson heitir þessi góði gestur, áhugamaður um slökkvilið á Íslandi

Hann hafði komið til okkar um daginn í spjall og kaffisopa.
Út gekk hann með merki BÁ, fyrir það vildi Sjafnar þakka og gerði sér ferð á hendur frá Reykjavík með áætlunarbílnum og kom á stöðina og færði okkur skemmtilega mynd af gömlum Bedford (U-914) en þessi bíll var síðast hjá slökkviliðinu á Eskifirði.
Svo skemmtilega vill til að nú stendur þessi bíll fyrir framan slökkvistöðina á Selfossi, skreyttur auglýsingum frá Slökkvitækjafyrirtæki sem nefnist Slökkvitæki ehf.
Varðstjórinn Grétar Árnason tók á móti Sjafnari og leiddi hann um alla stöðina, sýndi honum tæki og tól. M.a.var slökkvibílunum ekið út í sólina þannig að Sjafnar gat tekið myndir af þeim og bætt myndunum í safn sitt.
Að lokinni heimsókn tók Sjafnar áætlunarbílinn til Reykjavíkur, glaður og kátur.
Við þökkum kærlega fyrir myndina og heimsóknina.