föstudagurinn 24. apríl 2009

Grunur um íkveikju

Myndir: Magnús Hlynur
Myndir: Magnús Hlynur
1 af 2

Frétt af mbl.is

Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað í Miðengislandi í Grímsnesi í dag en tilkynnt var um eld í bústaðnum um klukkan 14:30 í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en talið er að bústaðurinn sé ónýtur. Um tíma var óttast að eldurinn myndi breiðast út í gróður í nágrenninu enda mjög hvasst á þessum slóðum. Bústaðurinn var mannlaus þegar kviknaði í honum.