föstudagurinn 22. janúar 2010

Gufa var það heillin

Myndin er ekki af holunni sem um er rætt.
Myndin er ekki af holunni sem um er rætt.
Í gærdag  komu boð frá Neyðarlínu þess efnis að mikinn reyk legði upp frá sumarhúsabyggð í Grímsnesi, rétt ofan við Sog.
Allt tiltækt slökkvilið á Selfossi fór á staðinn með tilheyrandi búnað.
Það var vegfarandi sem tilkynnti um reykinn.
Þegar liðið kom á staðinn kom í ljós að verktakafyrirtækið Ræktunarsamband Flóa og Skeiða var að bora eftir heitu vatni og voru þeir kappar sem stóðu að boruninni að láta holuna blása.
Hér sést að nágrannavaktin er mikil og ekki möguleiki í stöðunni en að fara á staðinn með tiltækt lið þrátt fyrir að reykurinn væri tilkynntur ljós en ekki dökkur ásýndar eins og reykur verður þegar einhver eldsmatur  er að brenna.