miðvikudagurinn 18. júní 2008

Hæ hó og jibbí jei

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn sýna hvernig klippivinna fer fram
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn sýna hvernig klippivinna fer fram
1 af 4

17 júní var haldinn hátíðlegur í Árnessýslu ein og víðs vegar annars staðar í gær. Á Selfossi er venja að viðbragðsaðilar bjóði almenningi og koma í heimsókn og kynna sér stöf og tækjabúnað þeirra.

Í gær var engin undantekning og var fólki boðið að koma og skoða nýju björgunarmiðstöðina sem nú er í smíðum. Bílafloti slökkviliðs og sjúkraliðs var á staðnum og fengu ungir sem aldnir að skoða tækin.
Þá var sett á svið umferðarslys þar sem slökkviliðmenn þurftu að beita klippum til að ná ökumanni út og voru sjúkraflutningamenn til staðar sem sinntu hinum "slasaða". 

Þá var karamellum kastað úr körfubíl slökkviliðsins við FSu að viðstöddu fjölmenni og voru margir sem gæddu sér að þeim þegar náðist til þeirra,