laugardagurinn 25. maí 2013

Hana-nú

Flottasti
Flottasti "vatns" hani Árnessýslu.

25.5.2013

"Það rak á fjörur í Þorlákshöfn, (eða þannig) gamall brunahani, illa farinn og úr sér  genginn.

Einn slökkviliðsmaður BÁ á staðnum, Guðmundur Smári, varðstjóri , tók hanann til sérstakrar meðferðar og gerði úr honum flotta "vatns" dælu.

Í framtíðinni er þessi dæla aðallega notuð þegar slökkviliðsmenn koma saman og hafa gaman og langar ákaflega mikið í slökkvivatn"

T.d. er eitt svona vatnskvöld í kvöld hjá þeim köppum í Þorlákshöfn, þá verður grillað gómsætt kjöt og drukkið með því "slökkvivatn" sem án efa er handerað  í Iceland Glacial vatnsverksmiðjunni í Þorlákshöfn og rennur úr pumpunni á  flottasta hana Árnessýslu.