Haraldur Stefánsson heiðraður Haraldur Stefánsson, fyrrverandi Slökkviliðsstjóri herstöðvarinnar og Keflavíkurflugvallar, varð mikils heiðurs aðnjótandi fyrr í þessum mánuði þegar Bandaríski sjóherinn valdi hann inn í "the Navy Fire and Emergency Services Hall of Fame". Sjóherinn ákveður að veita vissum einstaklingum þennan heiður til að standa vörð um árangur og afrek þeirra til framtíðar.   Haraldur Stefánsson byrjaði feril sinn hjá Flugher Bandaríkjanna sem sjúkraflutningsmaður, varð slökkviliðsmaður hjá flughernum 1955 og lauk ferlinum sem Slökkviliðsstjóri Keflavíkurflugvallar árið 2005 eftir 50 ára starf. Haraldur sinnti meðal annars störfunum Slökkviliðsmaður (Firefighter Airfield/Structural), var settur Eldvarnaeftirlitsmaður (Fire Inspector) árið 1964, Aðstoðarslökkviliðsstjóri (Assistant Chief) 1968, Varaslökkviliðsstjóri (Deputy Fire Chief) 1976 og loks Slökkviliðsstjóri (Fire Chief) árið 1986.   Haraldur veitti viðurkenningunni formlega móttöku þann 14. ágúst við athöfn í Denver, Colorado, USA. Meðfylgjandi mynd sýnir Harald og eiginkonu hans Erlu Ingimarsdóttur þegar hann veitti viðurkenningunni móttöku.    Heimild: Heimasíða Brunamálastofnunar.