fimmtudagurinn 13. desember 2018

Harður árekstur

1 af 4

Í gær varð harkalegur árekstur milli tveggja fólksbíla í Árborg. Slökkvistöð Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kölluð út og á vettvang fóru tíu slökkviliðsmenn með tvo dælubíla með klippubúnað og tveir minni útkallsbílar með rafmagnsklippur.

 

Brunavarnir Árnessýslu, Sjúkraflutningar Hsu og lögreglan á Suðurlandi unnu sem ein heild á vettvangi og tók mjög skamman tíma að losa ökumennina sem voru slasaðir og fastir í bílunum. Vegna áverka og eðli slysins var ákveðið að kalla út þyrlu fyrir annan hinna slösuðu.

Rafmagnsklippur eru léttari en mjög öflugar klippur sem Brunavarnir Árnessýslu hafa fjárfest í til að hafa í varðstjórabíl og minni hraðskreiðari bílum, einnig eru þær handhægari og léttari en hefðbundni klippubúnaður, sem þarf dælur. Það gerði að verkum að hægt var að beita fjórum klippum og glennum sem gerir að vinna á vettvangi við að losa þá slösuðu tekur enn minni tíma.

Farið varlega í jólaumferðinni og njótið tímans sem framundan er.