Harður árekstur tveggja bifreiða varða á Suðurlandsvegi í gær milli Biskupstungnabrautar og hringtorgsins við Toyota á Selfossi rétt fyrir klukkan fjögur í gær.
Ökumenn voru einir í hvorri bifreið og þurftu slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu að beita klippum til þess að ná þeim úr bifreiðunum.
Báðir aðilar voru fluttir með sjúkrabifreiðum HSU á Landspítalann til frekari skoðunar og aðhlynningar.