Pétur Pétursson laugardagurinn 28. maí 2016

Harður árekstur við Hveragerði 28.5.2016

Harður árekstur varð á þjóðvegi 1 við Hveragerði rétt fyrir klukkan sex í dag. Bílar úr gangstæðum áttum skullu saman, hvor framan á öðrum. Talsverður viðbúnaður var hjá slökkviliði, lögreglu og sjúkraflutningum í Árnessýslu vegna þessa, þar sem um háorku slys var að ræða. Fimm manns voru í bílunum, fjórir fullorðnir og eitt ungabarn og voru þau öll flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi til frekari skoðunar.

Mikil umferð var er slysið varð og urðu nokkrar tafir vegna þessa. Veginum var þó ekki lokað og sáu slökkviliðsmenn um umferðastjórnun meðan vettvangurinn var unnin upp til þess að greiða fyrir umferð.