1 af 2

Harður árekstur tveggja bíla er komu úr gagnstæðri átt varð við gatnamót Eyrarbakkavegar og Gaulverjabæjarvegar um klukkna hálf fjögur á laugardaginn.  

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu þurftu að beita þurfti klippum til þess að ná einni manneskju út úr öðrum bílnum en alls voru fimm manns í bílunum. 

Sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands fluttu alla fimm til skoðunar á slysadeild. 

Talsverða olíu og brak þurfti að hreinsa af veginum áður en hægt var að opna hann að nýju fyrir umferð. 

Talsverða olíu og brak þurfti að hreinsa af veginum áður en hægt var að opna hann fyrir umferð að nýju.