Slökkviliðsmenninrnir Ingvar Sigurðsson, Guðmundur G. Þórisson og Ólafur G. Kristmundsson
Slökkviliðsmenninrnir Ingvar Sigurðsson, Guðmundur G. Þórisson og Ólafur G. Kristmundsson
1 af 5

Menn af Forvarnasviði og útkallssviði Brunavarna Árnessýslu heimsóttu börn og foreldra á leikskólann Árbæ á Selfossi síðastliðinn miðvikudag. Tilefnið var vorhátíð leikskólans. Börnin fengu að skoða slökkvibíl, tæki hans og búnað sem og að sprauta vatni úr brunaslöngum bílsins undir handleiðslu slökkviliðsmanna. Það er óhætt að segja að þetta hafi vakið mikla kátínu hjá krökkunum.

 

Stjórnendur Brunavarna Árnessýslu fagna verkefnum sem þessum ekki síst vegna þess að börnin kynnast því að hjálpin kemur oft á tíðum með slökkviliðinu og ekkert er að óttast þó svo að slökkvibílar liðsins sem og slökkviliðsmenn geti bæði verið stórir og ógnandi. Það er að segja, mestu ljúfmenni leynast á bakvið hlífðarbúnaðinn.