þriðjudagurinn 16. júlí 2013

Heimsókn á slökkvistöð

Hér er Lárus að fræða börnin og gefa þeim tækifæri að segja reynslusögur.
Hér er Lárus að fræða börnin og gefa þeim tækifæri að segja reynslusögur.
1 af 3
Allar heimsóknir á slökkvistöðvar BÁ eru gleðiefni, sérstaklega þegar börn og unglingar eiga í hlut.
Reynt er að fræða börnin í þessum heimsóknum um leið og heimsóknin er gerð skemmtilegri með beinni þáttöku barnanna.
Slökkviliðsmaðurinn Lárus Guðmundsson, einn okkar öflugustu manna liðsins er áhugasamur leiðbeinandi.
Hann er hér á meðfylgjandi myndum að taka á móti einum hópnum í slökkvistöð Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði.