
Heimsókn frá öðrum bekk í Vallaskóla á slökkvistöðina á Selfossi 5.6.2015
53 nemendur annars bekkjar í Vallaskóla heiðruðu okkur með heimsókn á slökkvistöðina á Selfossi í dag. Krakkarnir voru í vorferð og kviknaði sú hugmynd hjá þeim að það gæti verið gaman að heimsækja slökkvilið, sjúkraflutninga og lögregluna. Allir þessir aðilar voru samankomnir í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi þegar að hópurinn kom.
Hjá slökkviliðinu fengu þau að skoða tæki og sprauta vatni. Sjúkraflutningsmenn sýndu þeim sjúkrabíl og fræddu þau á skemmtilegan hátt um þeirra störf og lögreglan sýndi þeim lögreglubíl og sýndi þeim þann þann búnað sem lögreglumenn bera á sér við sín störf.