1 af 4

Iðnnemar frá Fjölbrautaskóla Suðurlands heimsóttu forvarnarsvið okkar í morgun og fengu kennslu í meðferð og notkun slökkvitækja. Eftir fyrirlestur var haldið út í verklega æfingu þar sem nemendurnir fengu að æfa sig í að slökkva eld, bæði með slökkvitækjum og eldvarnarteppum.