miðvikudagurinn 10. júní 2009

Heimsóknir í leikskóla

Hér eru þeir Viðar Arason og Snorri Baldursson, slökkviliðsmenn með einum upprennandi slökkviliðsmanni. Gleðin skín úr hverju andliti.
Hér eru þeir Viðar Arason og Snorri Baldursson, slökkviliðsmenn með einum upprennandi slökkviliðsmanni. Gleðin skín úr hverju andliti.
Leikskólaheimsóknir.

Eitt af því skemmtilegasta sem slökkviliðsmenn gera í sínu starfi er að fara í heimsóknir í leikskóla.
Nú stendur yfir hrina heimsókna, bæði hefðbundnar heimsóknir vegna verkefnis Brunabótafélags Íslands "Logi og Glóð" og svo heimsóknir sem foreldrafélög skólanna biðja um.
Börnin eru afar spennt fyrir þessum heimsóknum og segja slökkviliðsmönnum óspart frá reynslu sinni varðandi eld og reyk.
Slökkviliðsmenn brýna þau á móti að vinna slökkviliðsmannsstarf heima hjá sér og fá skýr svör þar, hvort reykskynjarar heimilisins séu í lagi og slökkvitækið sé það einnig.
Allir vinna saman að eldvörnum og árangurinn er í samræmi við það.
Forvarnastarf er eitt af mikilvægustu verkefnum þeirra sem vinna að viðbragðsmálum í þjóðfélaginu.