mánudagurinn 10. janúar 2011

Hnútaæfing.

1 af 4
S.l. laugardag (8.jan.) var æfing á Selfossi sem snéri að meðferð banda og snúra.
Margt var tekið fyrir undir stjórn Péturs Péturssonar, varaslökkviliðsstjóra m.a. var settur saman einfaldur „burðarstóll" úr tveimur nælonböndum.
Hvor spotti er c.1.8 metar langur og bundin saman þannig að hann myndar hring.
Með sérstakri meðferð er mögulegt að útbúa burðarstól sem grípa má til þegar mikið liggur við.
Áformað er að hver slökkviliðsmaður verði með einn svona spotta í vasa á eldgalla sínum.
Myndir: Þórir Tryggvason, varðstjóri.