Pétur Pétursson miðvikudagurinn 19. desember 2018

Höfðingleg gjöf frá Ísmar 19.12.2018

1 af 2

Fyrirtækið ísmar sem sérhæfir sig í alskyns tæknibúnaði færði nýrri aðgerðastjórnstöð Almannavarna og viðbragðsaðila á Suðurlandi tvær Tetra talstöðvar að gjöf í dag. 

Vinna við uppsetningu stjórnstöðvarinnar er í fullum gangi en nokkuð á þó eftir að afla af búnaði til þess að hún nái fullri virkni. Stjórnstöðin er hins vegar virk og komin í notkun þegar á þarf að halda. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar Kjartan Þráinsson tæknilegur söluráðgjafi hjá Ísmar, afhendir Pétri Péturssyni slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu talstöðvarnar sem án nokkurs vafa eiga eftir að koma að góðum notum við stjórnun aðgerða.