Húsnæði slökkviliðsins og fl. aðila.
Húsnæði slökkviliðsins og fl. aðila.
1 af 2

Í dag, gamlársdag kl. 10.30 var gengið frá kaupum Brunavarna Árnessýslu á húseigninni að Árvegi 1 Selfossi, höfuðstöðvum slökkviliðsins og sjúkraflutningsins.  Um er að ræða hluta þann sem slökkviliðið hefur í Björgunarmiðstöðinni og þann hluta sem er undir starfsemi sjúkraflutninganna.

Hlutur björgunarsveitarinnar er áfram þeirra eign.

Um er að ræða 2,080 m2  en samtals er húsið 2,790 m2.  Svæði björgunarsveitarinnar er því 710 m2.

Ein stærsta ákvörðun sem tekin hefur verið hjá Brunavörnum Árnessýslu var að ganga til samninga við Björgunarfélag Árborgar um að tryggja þeim möguleika á að byggja húsið að Árvegi 1 Selfossi. Tryggingin fóls í því að leigja af þeim húsnæði í 25 ár. Upphafsákvörðun fulltrúaráðs BÁ var tekin á árinu 2005. Björgunarfélagið lét byggja húsið en þegar leið á byggingatímann réði félagið ekki við frakvæmdina og lánadrottnar yfirtóku eignina. Sveitarfélagið Árborg keypti síðan húsið af bankanum og forráðamenn sveitarfélagsins sáu til þess að sú starfsemi sem upphaflega var ætluð inn í húsið fór þangað. Um er að ræða slökkviliðið - sjúkraflutningurinn og björgunarsveitin.

Það er svo nú, níu árum frá því að byggingaframkvæmdir hófust sem BÁ kaupir húsið af Sveitarfélaginu Árborg. Fermetraverð er u.þ.b 135 þús kr.