Hollvinir Björgunarfélags Árborgar er skemmtilegur hópur manna sem starfað hafa með Björgunarfélaginu um áratuga skeið á einn eða annan hátt. Í dag nutu Brunavarnir Árnessýslu þeirrar ánægju að fá þessa menn í heimsókn á slökkvistöðina en þá langaði til þess að fræðast um starfsemi BÁ eins og hún er í dag. Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri tók á móti hópnum og fór yfir starfsemina í máli og myndum í fundarsal slökkviliðsins. Að kynningunni lokinni fór Steindór Guðmundsson, slökkviliðsmaður og hollvinur BFÁ með hópinn um húsið og kynnti fyrir þeim tæki og tól slökkviliðsins og þann húsakost er tilheyrir slökkvistöð Brunavarna Árnessýslu á Selfossi.