föstudagurinn 30. október 2009

Hópefli í Aratungu

Myndin er ekki skild verkefninu, bara hópur fólks samankomin
Myndin er ekki skild verkefninu, bara hópur fólks samankomin
1 af 3
Slökkvilið Brunavarna Ánessýslu mun á morgun, laugardag stunda hópeflisvinnu í félagsheimilinu Aratungu í Bláskógabyggð.
Allt liðið, mætir, eða a.m.k. þeir sem möguleika eiga á því. Við höfum fengið þann ágæta mann, Jóhann Inga Gunnarsson , sálfræðing og fræðimann með meiru, til að standa fyrir námskeiði, á mátulega alvarlegum og léttum nótum.
Jóhann er þekktur landsmönnum fyrir frábær námskeið og ekki síst fyrir vinnu hans með landsliði Íslands í handbolta. Einnig hefur hann starfað með nokkrum slökkviliðum. Vel er látið af hans starfi innan slökkvigeirans.
Eftir vinnuna er fyrirhugað að fara í sund og grilla síðan saman þegar kvölda tekur.
Nokkrir slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Hveragerðis  munu standa vaktina á Selfossi fyrir BÁ á meðan hópeflið stendur yfir, einnig er slökkviliðið á Flúðum í viðbragðsstöðu.