Föngulegur hópur slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu lauk bóklegu prófi í fjarnámi Brunamálaskóla Mannvirkjastofnunnar síðastliðin laugardag. Þeir hafa verið í þessu námi undanfarna mánuði og hafa nú lokið þessum hluta þess. Framundan hjá þeim er verklegi hluti námsins en hann mun standa yfir næstu mánuði. Verklega hlutanum munu þeir svo ljúka í vor en þá munu fulltrúar Mannvirkjastofnunnar meta þá með verklegu prófi.