Reykkafarar á æfingu
Reykkafarar á æfingu
Slökkviliðsmenn BÁ stóðu fyrir reykköfunaræfingu s.l. laugardagsmorgun í húsi einu á Selfossi sem slökkviliðið hefur til æfinga um þessar mundir. Um er að ræða tveggja hæða timburhús sem hentar mjög vel fyrir þessar æfingar og ekki skemmir að húsið er mjög nærri slökkvistöðinni.  Slökkviliðsmenn frá Þorlákshöfn komu uppeftir, þ.e.a.s. á Selfoss en félagar þeirra í liðinu á Selfossi fóru í Höfnina og stóðu vaktina á meðan æfingin fór fram, c.a. 3-4 tíma.
Æfingin tókst vel og menn ánægðir að fá þetta tækifæri í húsinu.
Mynd: Péturs Péturssonar