föstudagurinn 14. maí 2010

Hreinsunarátak í Vík um helgina

Þessi gamli garpur verður notaður í Vík
Þessi gamli garpur verður notaður í Vík
Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu fara um komandi helgi til Víkur þar sem fram fer átak í hreinsun á ösku af húsum Víkverja. Áætlað er að einbeita sér að ferðaaðilum, skólum og öðrum opinberum stofnunum.
Liðsmenn frá Shs í Reykjavík og frá Hvolsvelli fara einnig á svæðið.
BÁ senda að þessu sinni gamlan bens sem áður var fyrsti bíll í Árnessýslu. Bíllinn er búin 3000 lítra háþrýstri dælu og hefur að geyma 6400 lítra af vatni.