föstudagurinn 13. júlí 2018

Hvernig á að bregðast við

Hvernig á að bregðast við ef við lendum í þeim skelfilegu aðstæðum að það kviknar í manneskju?  

Eldvarnarteppi og eða slökkvitæki eru þau verkfæri sem við getum gripið til en rétt tækni og eigið öryggi er mikilvægt og því þarf að æfa notkun þeirra.

Við þreytumst seint á að segja frá hversu gott samstarfið er hjá viðbragsaðilum á suðurlandi og í vikunni komu lögreglumenn af suðurlandi til okkar og æfðu rétt viðbrögð. Er þetta liður í því góða samstarfi þar sem við miðlum og sækjum þekkingu hver hjá öðrum.