Unna Björg Ögmundsdóttir miðvikudagurinn 15. júní 2011

Í leikskóla er gaman

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu, undir stjórn Snorra Baldurssonar, fara á hverju vori í heimsókn á alla leikskóla í umdæminu til að fræða börnin um slökkvilið og eldvarnir. Hápunktur heimsóknarinnar fyrir börnin er að skoða slökkvibílinn og fá að sprauta vatni eins og alvöru slökkviliðsmenn. Eins og sést þá er betra að vera vel klæddur því það koma ekki allir þurrir inn eftir þessa heimsókn.

Meðfylgjandi mynd fengum við frá leikskólanum Jötunheimum á Selfossi.