miðvikudagurinn 10. september 2008

Íslandsmót slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Brunavarnir Suðurnesja
Brunavarnir Suðurnesja

Íslandsmót slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
-knattspyrna og aðrar greinar


Deild LSS hjá Brunavörnum Suðurnesja í samstarfi við Félag starfsmanna Brunavarna Suðurnesja  halda Íslandsmót í knattspyrnu þann  25. október. Einnig er ætlunin að vera með keppni í; lyftingum, hreysti (þrautaþraut), sjómann og þríþraut (hlaupa, hjóla og synda). Mótið er eingöngu fyrir þá sem eru félagar í LSS og er tilvalin upphitun fyrir  Heimsleikana á næsta ári.


Aðrir viðbragðsaðilar á landinu eru hvattir til að taka þátt!!!

Tekið er á móti skráningum hjá  Kristjáni  840-0302  og Ingvari  899-0557.


Skráningarfrestur er til 10 október.

Ef upp koma hugmyndir að öðrum keppnisgreinum, verður það skoðað með jákvæðu hugarfari.


Dagskráin verður auglýst síðar.