fimmtudagurinn 6. desember 2012

Jarðskjálftaskemdir ??

Hér mundar varðstjóri BÁ barkann í kjallaranum leka.
Hér mundar varðstjóri BÁ barkann í kjallaranum leka.

Að öllum líkindum eru skemmdir vegna þeirra járðskjálfta sem riðu yfir Suðurland á dögunum að koma fram smátt og smátt.

Þ.e.a.s. duldar skemmdir sem ekki eru fyrir augum manna dags daglega. Slökkviliðið var kallað að húsi einu á Selfossi í gærkvöldi til að dæla vatni upp úr kjallara (bílgeymslu) . Vatnið fossaði upp úr niðurfallinu. menn sem komu að þessu telja að sennilegt sé að skolprör sem liggja í götuni við húsið hafi fallið saman.

ger menn því skóna að þarna séu skemmdir vegna hreyfingar á jarðveginum orðið í jarðskjálfta.

greiðlega gekk að dæla vatninu, en framundan er vinna við að koma í veg fyrir endurtekningu.