Fjórða janúar, rétt fyrir jólalok, efndi Starfsmannafélag slökkviliðsmanna í Árnessýslu til jóladansleiks í slökkvistöðinni á Selfossi. Starfsfólk og börn þeirra frá slökkviliði-lögreglu-björgunarsveit og sjúkraflutningi voru boðin þátttaka. U.þ.b. 80 manns mættu á vel heppnað jólaball. Jón Bjarnason, Skeið-ungur, sí-ungur kappi hélt uppi jólastemmingunni og lét börn og gamalmenni dansa og sprikla. Tveir jólasveinar mættu á svæðið og dönsuðu með krökkunum. Þetta voru þeir Stúfur og Askasleikir. Frábærir jólasveinar !!!!!! (Magnús Hlynur fréttamaður ætti að birta fréttir af þeim í blaði sínu Sunnlenska)
Vega og vanda af þessu balli hafði formaður félagsins, Viðar Arason, ásamt félögum sem skreyttu salinn og tóku saman eftir ball. Takk fyrir frábært verkefni. KEi.
Vega og vanda af þessu balli hafði formaður félagsins, Viðar Arason, ásamt félögum sem skreyttu salinn og tóku saman eftir ball. Takk fyrir frábært verkefni. KEi.