miðvikudagurinn 7. janúar 2015

Jólaball í slökkvistöðinni

Fjórða janúar, rétt fyrir jólalok, efndi Starfsmannafélag slökkviliðsmanna í Árnessýslu til jóladansleiks í slökkvistöðinni á Selfossi. Starfsfólk og börn þeirra frá slökkviliði-lögreglu-björgunarsveit og sjúkraflutningi voru boðin þátttaka. U.þ.b. 80 manns mættu á vel heppnað jólaball.  Jón Bjarnason, Skeið-ungur, sí-ungur kappi hélt uppi jólastemmingunni og lét börn og gamalmenni dansa og sprikla. Tveir jólasveinar mættu á svæðið og dönsuðu með krökkunum. Þetta voru þeir Stúfur og Askasleikir. Frábærir jólasveinar !!!!!!  (Magnús Hlynur fréttamaður ætti að birta fréttir af þeim í blaði sínu Sunnlenska)
Vega og vanda af þessu balli hafði formaður félagsins, Viðar Arason, ásamt félögum sem skreyttu salinn og tóku saman eftir ball. Takk fyrir frábært verkefni. KEi.