fimmtudagurinn 12. febrúar 2015

Kaldir karlar - Kaldar kerlingar

KALDA- karið frá Steindóri í Set.
KALDA- karið frá Steindóri í Set.
1 af 3
Einn af okkar helstu köppum í slökkviliðinu, Steindór Guðmundsson, kom um daginn færandi hendi hingað á slökkvistöðina á Selfossi. Steindór er starfsmaður plaströrafyrirtækisins SET ehf. á Selfossi, hann með samþykki eigenda fyrirtækisins útbjó vatnskar sem nota á við hlið afeitrunarstöðvarinnar í kjallara stöðvarinnar.
Steindór og félagar gáfu starfsmannafélagi slökkviliðsmanna karið. Afeitrunarstöð er búin eins og við þekkjum Sauna-böð, þar geta þeir sem fara í reyköfun náð reykleyfum og öðrum efnum sem safnast hafa upp í kroppnum við vinnu þeirra. Þegar afeitrun er lokið er talið gott að demba sér í KALT bað en þar er einmitt tilgangur karsins frá Steindóri.
Í kljallara stöðvarinnar er einnig íþróttasalur sem slökkviliðs- sjúkraflutnings- og lögreglumenn nota mikið, eftir góða æfingu er gott að setjast og slappa af í KÖLDU baði...... eða þannig.