fimmtudagurinn 9. september 2010

Klippuæfing

Miðvikudaginn 8. sept kom slökkvilið BÁ á Selfossi saman til klippuæfingar. Æfð var björgun fólks úr bílflökum við nokkrar mismunandi aðstæður, meðal annars úr bíl á hvolfi þar sem notaðar voru stífur til stabiliseringar og einnig voru notaðir lyftipúðar. Fleiri myndir frá æfingunni má sjá á myndasíðu.