Pétur Pétursson þriðjudagurinn 15. nóvember 2016

Klippuæfing á Flúðum 10.11.2016

1 af 4

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Flúðum, Árnesi, Reykholti, Laugarvatni, Þorlákshöfn og Selfossi komu saman síðastliðið fimmtudagskvöld til þess að viðhalda þjálfun sinni í notkun björgunarklippa í bílslysum. Í upphafi æfingar skerptu menn á fræðunum með glærusýningu en að henni lokinni voru tveir bílar klipptir og björgun slasaðs fólks úr þeim sett á svið. 

Auk slökkviliðsmanna BÁ tóku aðilar frá Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum þátt í æfingunni sem var hin gagnlegasta í alla staði.