Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Flúðum, Árnesi, Laugarvatni, Reykholti, Hveragerði og Selfossi, hittust í gærkvöldi á Flúðum í gærkvöldi til þess að æfa klipputækni.
Nokkrir bílar voru klipptir með ýmsum aðferðum auk þess sem kveikt var í einum meðan á klippuvinnunni stóð og þurfti því eðlilega að bregðast við því.
Að vanda var létt yfir mönnum og flókin verkefnin leyst með brosi á vör eins og þessara manna er von og vísa :)