fimmtudagurinn 10. september 2009

Klippuæfing á Selfossi 09-09-2009

Miðvikudagskvöldið 9 september mættu slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu á Selfossi til klippuæfingar. Klipptir voru 3 bílar og var farið yfir hina ýmsu þætti klippuvinnu. Einn af bílunum var settur á hliðina og tryggður með þar til gerðum stífum, og svo var toppurinn klipptur af bílnum. Einnig mættu á æfinguna tveir sjúkraflutningsmenn frá Hsu og kynntu búnað sjúkrabíls fyrir slökkviliðsmönnum. Voru slökkviliðsmenn mjög ánægðir með þá góðu kynningu.