Pétur Pétursson föstudagurinn 15. apríl 2016

Klippuæfing á Selfossi 13.4.2016

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Selfossi, Laugarvatni, Hveragerði, Þorlákshöfn og Stokkseyri komu saman á Selfossi síðastliðið miðvikudagskvöld til þess að æfa björgun fastklemmdra. Æfðar voru nokkrar aðferðir við klipputækni á bílum og björgun slasaðra úr þeim. Eldur var látinn koma upp á miðri æfingu í einni bifreið sem að vanda var tækla án vandkvæða.

Við vorum svo heppin að listamaðurinn Magnús Stefán Sigurðsson kom á æfinguna til þess að mynda. Örlítið brot af því má sjá hér meðfylgjandi.