Brunavarnir Árnessýslu og Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum héldu æfingu í gær í notkun klippubúnaðar slökkviliðsins. Æfingin var haldin á Flúðum í sannkallaðri vetrar tíð. Ungliða hópur björgunarsveitarinnar lék hina slösuðu, vettvangsliðar þeirra hlúðu að þeim og slökkviliðsmenn beittu klippubúnaði slökkviliðsins og svo tóku menn auðvitað á hlutverkum hvers annars í lok æfingar til þess að öðlast dýpri og betri skilning á hlutverkum samverkamanna sinna. Slökkviliðsmenn frá stöðvum BÁ, á Flúðum, Reykholti, Laugarvatni, Selfossi og Hveragerði tóku þátt í æfingunni.

Virkilega góð og vel heppnuð æfing í alla staði sem mun án efa verða liður í því að auka gæði þjónustunnar við samborgara okkar.