Pétur Pétursson föstudagurinn 4. nóvember 2016

Klippuæfing í Hveragerði 3.11.2016

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Hveragerði og Selfossi auk sjúkraflutningamanna Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, æfðu notkun björgunarklippa til björgunar slasaðra úr bílflökum í gærkvöldi í Hveragerði. 

Áhersla er á klippuæfingar nú í nóvembermánuði hjá BÁ og verða þær keyrðar á fjórum stöðum í mánuðinum. 

Gríðarlega umferð er í Árnessýslu og því miður verða ávallt á hverju ári allnokkur tilfelli þar sem beita þarf klippum til þess að ná slösuðu fólki úr bílflökunum. Í þessum tilfellum er afar mikilvægt að slökkviliðsmenn séu vel þjálfaðir og gangi ákveðnir en jafnframt öruggir til verks þar sem hver mínúta skiptir máli fyrir þann sem hjálpar er þörf.