fimmtudagurinn 12. febrúar 2009

Klippuæfing í Reykholti

Mynd tekin á síma slökkviliðsstjóra
Mynd tekin á síma slökkviliðsstjóra
1 af 7
Hörku æfing var í Rykholti Bláskógabyggð í gærkvöldi. Klippum var beitt á bíla sem fengnir voru til æfingarinnar.
Hjá liðinu á Laugarvatni er til eitt sett af klippum. þ.e.a.s klippur, glenna og tjakkur ásamt fylgihlutum.
Klippuvinna slökkviliða er u.þ.b. að detta inn í lög þannig að huga þarf enn fekar að þessum þætti rekstar slökkviliða í framtíðinni.
Á Selfossi eru til tvö sett af klippum en það vantar í Reykholt og Árnes. 
Ýmis góð félagasamtök gætu gert okkur mikinn greiða ef þau litu til okkar í slökkviliðinu þegar kemur að útdeilingu styrkja hjá þeim.
Slökkviliðsmenn á æfingunni í Reykholti létu ekki hörku frost hafa áhrif á sig og æfðu réttu handtökin af kappi.
Á eftir var drukkið kaffi og með því ásamt því að meðferð á bakbretti og krufning mannslíkhama var umræðuefnið
Guðmundur B.Böðvarsson, varðstjóri  Brunavarna Árnessýslu í Bláskógabyggð stjórnaði æfingunni.