Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Selfossi komu saman á þriðjudagskvöldið til þess að æfa björgun fastklemmdra úr stórum ökutækjum en áhersla er lögð á slíkar æfingar á öllum slökkvistöðvum BÁ í þessum mánuði. 

Æfingarnar eru byggðar þannig upp að í upphafi er haldin stuttur fyrirlestur um markmið æfingarinnar auk þess sem fjallað er um verkefnið sem á að leysa og þann búnað sem við höfum til þess að leysa það. Að loknum fyrirlestri halda slökkviliðsmennirnir á æfingarsvæði þar sem tekið er á verkefninu með höndunum með þeim búnaði sem tiltækur er. 

Á þessari æfingu hélt Jóhann Fannar Pálmarsson, slökkviliðsmaður, erindi um loftpúða í bílum auk þess sem hann sýndi mönnum virkni þeirra og þar með þá hættu sem af þeim getur stafað fyrir björgunarmenn. 

Virkilega flott æfing og vel skipulögð af þjálfunarstjóra og leiðbeinendum Brunavarna Árnessýslu.