Árekstur tveggja bíla varð á Eyravegi á Selfossi á ellefta tímanum í morgun. Áreksturinn var nokkuð harður og þurftu slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu að beita klippum til þess að ná ökumönnum beggja bílanna út á öruggan hátt. Báðir ökumenn voru síðan fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til frekari aðhlynningar og skoðunar.