mánudagurinn 20. desember 2010

Klippur í Ölfusið

Hér eru slökkviliðsmenn ásamt varðstjórum sem sáu um æfinguna. Settið er fyrir framan hópinn.
Hér eru slökkviliðsmenn ásamt varðstjórum sem sáu um æfinguna. Settið er fyrir framan hópinn.
1 af 5
S.l. laugardag fór fram klippuæfing í Þorlákshöfn þar sem allir slökkviliðsmenn svæðisins mættu til að takast á við klippuverkefni.
Þetta var í fyrsta sinn sem klippuæfing fer fram í Höfninni er tilefnið er koma klippubúnaðar til liðsins þar.
Með tilkomu klippubúnaðar í Þorlákshöfn eykst öryggi íbúa Ölfuss til muna.
Um er að ræða Holmatro, klippur, glenna, tjakkur, tvær dælur, klossar, slöngur, sílsaklossi og ýmis smáverkfæri sem henta við klippuvinnu. Holmatro búnaður er þjónustaður frá Eldvarnamiðstöðinni í Reykjavík.
Flest slökkvilið í landinu eru með þennan búnað.
Brunavarnir Árnessýslu eru að vinna að klippuvæðingu á svæði liðsins, en í nýjum lögum um brunavarnir kveður svo á,í fyrsta sinn, að slökkvilið skulu sjá um björgun fólks úr bílflökum og öðrum stöðum sem kalla á vinnu með sérhæfðum búnaði.
Búnaður sá sem búið er að staðsetja í Þorlákshöfn er notaður búnaður sem búið er að yfirfara og góðkenna. Fyrir er hjá Brunavörnum Árnessýslu, notaður búnaður á Selfossi og á Laugarvatni. Nýr vörubílabúnaður er einnig staðsettur á Selfossi og unnið er að því að fá samskonar búnað í Árnes m.t.t. virkjanna framkvæmda á svæði slökkviliðsins þar.
Slökkvilið Hveragerðis er með nýlegan vörubílabúnað, þannig að nú er Árnessýsla að verða þokkalega sett varðandi þennan málaflokk.
Sá búnaður sem er í Þorlákshöfn sem og á hinum stöðunum er mjög sérhæfður og þar af leiðandi mjög dýr.
Nýtt sett sömu gerðar og er í Höfninni kosta a.m.k. 8 milljónir króna.
Þess má geta að nýlega lánaði slökkviliðsstjóri BÁ liðsmönnum að Flúðum elstu klippur liðsins, sambyggða klippu og glennu.
Þær klippur eru mjög góðar og þjónuðu Árnessýslu allri á fyrstu dögum klippuvæðingar slökkviliða í landinu.
Ekki er nægjanlegt að staðsetja búnaðinn á ýmsum stöðum slökkviliðsins, veigamesti þáttur notkunar eru æfingar og aftur æfingar.
Vinnuaðferðir við klippuvinnu hefur þróast mikið á undanförnum árum og því nauðsynlegt að koma þeim upplýsingum á framfæri á landsvísu.
Þeir aðilar sem þetta lesa og vita af bílum sem klippa má til æfinga eru beðnir að hafa samband við okkur hjá BÁ í síma 482-1121.

HOLMATRO DÆLUR Vökvadælurnar eru af
ýmsum gerðum, bensíndrifnar, rafdrifnar,
loftdrifnar, hand eða fótdrifnar. Þær eru þeirrar
gerðar að mjög lítið heyrist í þeim, en það er gert
til að sá sem verið er að bjarga hverju sinni verði
fyrir sem minnstum óþægindum. Hljóðið er c.a. 70
dB í vinnslu. Vinnuþrýstingur er mjög hár, eða 720
bör. Til viðmiðunar má geta þess að loftþrýstingur
á venjulegu húslofti, t.d. á verkstæðum, er c.a. 10
bör.

HO Vökvadrifnar glennur. Mesta opnun 835
mm. Vinnuafl 7,8 t. í glennu en 4,4 t. í tog.

Vökvadrifnar klippur. Mesta opnun 152
mm. Þyngd 11,7 kg. Klippiafl 34,8 t.

Vökvatjakkur. Opnunarafl 16,4 t. Lokunarafl 5,1 t.
Opnast í aðra áttina.

Slöngur verða að þola a.m.k. 800 bar þrýsting, sem
þær gera. Hraðtengi er á endum hverrar slöngu sem gerir
slökkviliðsmönnum auðvelt fyrir við tengingu þeirra við
tækin.

Klossa af ýmsum gerðum verða að vera með klippusettinu til að
„stapílisera" bíl eða þá hluti sem klippa á hverju sinni.
Sílsaklossi. Bruðargeta 22 t. Þyngd 8,7 kg.
Svona hjálpartæki sem og fjölmörg önnur eru til hjá
framleiðanda til að auðvelda vinnu slökkviliðsmanna.