Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði æfðu kalda reykköfun í Hveragerði síðastliðið fimmtudagskvöld við kjör aðstæður. Áður en hafist var handa við reykköfunina sjálfa fóru menn yfir inngöngu- og stútatækni.
Reykköfun er afar erfið vinna sem reynir bæði á andlega og líkamlega. Hana þarf stöðugt að vera að æfa til þess að viðhalda bæði færni slökkviliðsmanna og sjálfstrausti til þess að geta framkvæmt verkið á skilvirkan og öruggan hátt.