Síðastliðin föstudag 3. Júlí kom fríður hópur barna í heimsókn á slökkvistöðina í Hveragerði þar sem þau kynntu sér tæki og tól slökkviliðsins.

 

Krakkarnir eru á ævintýranámskeiði hjá Hveragerðisbæ og þótti þeim upplagt að heimsækja slökkviliðið á ferð sinni um bæinn.

 

Lárus Kristinn Guðmundsson, aðstoðarvarðstjóri Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði tók á móti krökkunum og fræddi þau á skemmtilegan hátt um hvað það er að vera slökkviliðsmaður/kona og hvaða búnað þeir nota við störf sín og hvernig hann er notaður.

 

Myndirnar hér á eftir tala sínu máli :)