föstudagurinn 16. nóvember 2012

Kynning á starfsemi Brunavarna Árnessýslu

KYNNING
Fimmtudaginn 22. nóvember n.k. kl. 20.00 - 22.00 verður efnt til kynningar á starfsemi Brunavarna Árnessýslu, kynningin fer fram á Hótel Selfossi.
Öllum sem áhuga hafa er boðið að eiga stund í aðalsal hótelsins og kynna sér starfsemi slökkviliðsins frá ýmsum hliðum.
M.a. verður farið yfir:
• Sameiningar slökkviliða í sýslunni
• Almennan rekstur
• Starfsemi slökkviliðsins (útkallssvið)
Einnig verður farið yfir stærstu útköll síðustu ára t.d:
• Hótel Valhöll Þingvöllum
• Selós Selfossi 
• Eden Hveragerði
• Set Selfossi

Kynningin fer fram í myndum og máli

Verið velkomin !
Stjórn og fulltrúaráð Brunavarna Árnessýslu